Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. október 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sepp spilar gegn Liverpool á morgun
Sepp van den Berg
Sepp van den Berg
Mynd: EPA
Sepp van den Berg mætir Liverpool á morgun en hann er á láni frá félaginu hjá Preston. Liðin mætast í enska deildabikarnum annað kvöld.

Sepp verður tvítugur í desember en hann gekk í raðir Liverpool frá PEC Zwolle árið 2019. Hann hefur spilað fjóra leiki fyrir aðallið Liverpool, allt bikarleiki.

Hann fór til Preston í janúar á þessu ári og hefur spilað 29 leiki fyrir félagið og skorað eitt mark í Championship deildinni.

„Ef þú vilt verða kokkur þá þarftu að eyða miklum tíma í eldhúsinu. Hver væru skilaboðin ef við sendum leikmenn á láni til að spila góða leiki og svo myndum við banna honum að spila? sagði Pepijn Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool á blaðamannafundi.

„Ég á í samskiptum við hann og hann er spenntur fyrir leiknum. Þetta var það sem hann þurfti að fara á lán og berjast í Championship deildinni. Við getum ekki beðið eftir að sjá hann á undirbúningstímabilinu næsta sumar," sagði Lijnders.
Athugasemdir
banner
banner