Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   lau 26. október 2024 19:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi hallast að því að halda áfram en ætlar ekki út - „Vonandi næ ég fyrri styrk á næsta tímabili"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit það ekki alveg, er allavega að færast nær því að halda áfram, kannski enda þetta á skemmtilegri nótum en síðustu þrjár vikur hafa verið. Ég er ekkert alveg búinn að ákveða mig," sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Fótbolta.net eftir leik Vals og ÍA í dag. Gylfi sagði eftir leikinn gegn FH í síðustu viku að leikurinn í dag gæti orðið hans síðasti á sínum ferli.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

Gylfi sagði í viðtali fyrir landsleikina í september að hann þyrfti að spá í því hvort hann færi erlendis og spilaði þar í vetur til að vera klár í marsgluggann með landsliðinu.

„Ég býst ekki við því. Við erum komin með tvo krakka og ég hef lítinn áhuga á að vera í burtu frá þeim. Eins og staðan er núna er frí framundan, ef eitthvað gerist þá tek ég stöðuna á því en er ekki að eltast eftir því að drífa mig út. Ég er búinn að vera úti í 20 ára eða eitthvað, það er alveg yndislegt að vera líka heima." Gylfi og eiginkona hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, eignuðust sitt annað barn á dögunum.

Verður hann áfram hjá Val?

„Ég er með annað ár (á samingi) hjá Val, ef þeir vilja halda mér þá býst ég fastlega við því að vera áfram," sagði Gylfi sem hefur verið orðaður bæði við Víking og FH að undanförnu.

Gylfi var töluvert frá á tímabilinu vegna bakmeiðsla, en heilt yfir, fannst honum gaman?

„Já, fyrir utan að við spiluðum eiginlega aldrei í góðu veðri," sagði Gylfi og brosti. „Það var gaman að spila heilt tímabil. Ég var í algjöru fríi í tvö ár, snerti ekki fótbolta, ég vissi að ef ég myndi byrja aftur að þá myndi það taka örugglega eitt ár. Það er að detta í eitt ár, ef ekki aðeins meira. Ég var frá í 27 mánuði, þannig ég hef þurft að vera mjög þolinmóður. Ég held ég haldi áfram að æfa núna og vonandi næ ég fyrri styrk á næsta tímabili," sagði Gylfi.

Viðtalið í heild sinni, sem er talsvert lengra, má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner