Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 13:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arlanda flugvelli
Heimir tekur við Fylki - Kjartan Henry fundaði með Njarðvík
Lengjudeildin
Heimir Guðjóns og Kjartan Henry.
Heimir Guðjóns og Kjartan Henry.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net sagði frá því í síðustu viku að Heimir Guðjónsson, fráfarandi þjálfari FH, væri búinn að funda með bæði Leikni og Fylki.

Hann er nú sterklega orðaður við Fylki og líklegt þykir að hann verði næsti þjálfari liðsins. Hann hefur gefið Leikni afsvar. Jón Sveinsson, Nonni Sveins, er einnig orðaður við Fylki.

Uppfært 13:35: Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður Heimir kynntur nýr þjálfari Fylkis á morgun.

Fylkir ákvað að fara í þjálfarabreytingu eftir tímabilið en Arnar Grétarsson tók við sem þjálfari liðsins um mitt mót og eftir erfiða byrjun við stýrið hélt liðið sér uppi í Lengjudeildinni undir hans stjórn.

Í öðrum fréttum hefur Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarmaður Heimis hjá FH, fundað með Lengjudeildarliði Njarðvíkur en Njarðvík er í þjálfaraleit eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson yfirgaf félagið eftir tímabilið. Ef Kjartan Henry tekur við Njarðvík yrði það hans fyrsta aðalþjálfarastarf. Davíð Smári Lamude, fyrrum þjálfari Vestra, hefur einnig verið orðaður við Njarðvík.

Fylkir endaði í 8. sæti Lengjudeildarinnar og Njarðvík í 2. sæti deildarinnar en komst ekki í gegnum umspilið.
Athugasemdir
banner