fim 26. nóvember 2020 12:12
Magnús Már Einarsson
Áhorfendur leyfðir í Liverpool og London - Ekki Manchester
Mynd: Getty Images
Félög í ensku úrvalsdeildinni sem eru staðsett í Liverpool og London geta hleypt áhorfendum aftur inn á leiki frá og með þarnæstu helgi.

Engir áhorfendur hafa verið á leikjum í ensku úrvalsdeildinni síðan í mars vegna kórónuveirunnar. Félög í London og Liverpool geta hleypt allt að 2000 áhorfendum á leiki til að byrja með.

Manchester United og Manchester City fá ekki leyfi fyrir áhorfendur strax þar sem kórónuveirufaraldurinn er verri þar.

Þetta á við um fleiri svæði á Englandi en Aston Villa, Newcastle, Leeds, Leicester og Wolves geta ekki tekið á móti áhorfendum strax.

Nýju reglurnar í Englandi taka gildi miðvikudaginn 2. desember næstkomandi.

Úrvalsdeildarleikir 5. og 6. desember:
Aston Villa - Newcastle United - 0 áhorfendur
Brighton - Southampton - 2.000 áhorfendur
Burnley - Everton - 0 áhorfendur
Chelsea - Leeds -2.000 áhorfendur
Liverpool - Wolves - 2.000 áhorfendur
Manchester United - Fulham - 0 áhorfendur
Sheffield United - Leicester - 0 áhorfendur
Tottenham - Arsenal - 2.000 áhorfendur
West Brom - Crystal Palace - 0 áhorfendur
West Ham - Manchester United -2.000 áhorfendur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner