Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. nóvember 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Hakkarar krefja Man Utd um milljónir punda - Hóta að birta gögn
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur verið krafið um milljónir punda af tölvuþrjótum eða hökkurum sem hafa hótað þvi að dreifa viðkvæmum upplýsingum félagsins um veraldervefinn ef félagið borgar ekki.

Hakkararnir hafa komist inn í tölvuerfi félagsins og hafa komist yfir viðvkæm gögn sem varða t.a.m. stuðningsmenn félagsins.

United hefur ráðið sérfræðinga til að verjast þessari árás en mögulega er það fyrir seinan. Félagið vonast þó til þess að ná að lágmarka skaðan.

Fyrst heyrðist af þessari árás fyrir viku og nú viku seinna er komin krafa frá hökkurum um greiðslu frá félaginu.

Netöryggisstofnun Bretlands hefur staðfest að hún væri að aðstoða við það að leysa málið.

Í yfirlýsingu frá United segir að árásin muni ekki hafa nein áhrif á komandi leikdaga liðsins og að allar upplýsingar stuðningsmanna séu öruggar.

Ef viðkvæmum upplýsingum sem félagið hefur um stuðningsmenn sína er lekið gæti félagið átt yfir höfði sér sekt upp á allt að 18 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner
banner