Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 26. nóvember 2023 11:54
Brynjar Ingi Erluson
Cech stýrði víkingaklappi
Petr Cech
Petr Cech
Mynd: Getty Images
Petr Cech þreytti frumraun sína með Belfast Giants í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí í gær og fagnaði með stuðningsmönnum að hætti Íslendinga.

Cech æfði íshokkí á yngri árum sínum en hætti að iðka íþróttina vegna kostnaðar og varð því fótboltinn fyrir valinu.

Hann átti magnaðan feril með Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni áður en hann lagði hanskana á hilluna fyrir fjórum árum.

Síðustu ár hefur hann spilað sem markvörður í íshokkí í neðri deildunum á Bretlandseyjum en á dögunum fékk meistaraliðið Belfast Giants hann á neyðarláni.

Í gær spilaði hann svo sinn fyrsta leik fyrir félagið í 5-1 sigri á Glasgow Clan. Eftir leikinn stýrði hann víkingaklappi og tóku áhorfendur auðvitað vel í það.

Víkingaklappið á uppruna sinn að rekja til Motherwell í Skotlandi, en Joey Drummer, einn af meðlimum Tólfunnar, ákvað ásamt félögum sínum að byrja að nota þetta með íslenska karlalandsliðinu fyrir um það bil níu árum síðar og náði það miklum vinsældum á Evrópumótinu í Frakklandi tveimur árum síðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner