Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 15:20
Elvar Geir Magnússon
Arnar Viðars: Jói Kalli er ekki aðstoðarþjálfari
Icelandair
Jóhannes Karl og Arnar Viðars.
Jóhannes Karl og Arnar Viðars.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
KSÍ var með fréttamannafund í dag en á fundinum voru meðal annars Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari og nýráðinn aðstoðarþjálfari Jóhannes Karl Guðjónsson.

„Jói Kalli er ekki aðstoðarþjálfari, hjá mér vinnur allt teymið saman. Ég var ekki að leita að manni sem segir alltaf já," sagði Arnar á fréttamannafundinum.

Jóhannes Karl lætur af störfum sem þjálfari ÍA en hann segir að hann telji þetta rökrétt skref á sínum ferli.

„Fyrir mér er þetta gríðarlegur heiður, fá að taka þátt í þessari uppbyggingu sem er framundan. Ég er mjög spenntur fyrir því að fá þetta tækifæri og að mínu viti eru gríðarlega spennandi tímar framundan. Ég tel mig geta lagt mitt af mörkum til að hjálpa til við að byggja upp skemmtilegt landslið," segir Jóhannes.

„Mér finnst þetta næsta skref fyrir mig á ferlinum. Ég kveð Skagann með söknuði og þetta var alltaf unnið á mjög faglegan hátt."

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ segir að ráðningin á Jóhannesi muni ekki bara nýtast karlalandsliðinu heldur öllu knattspyrnusviði sambandsins.

Á fundinum var ÍA þakkað fyrir samvinnuna í gegnum ferlið og Arnar sagðist ánægður með að félagið hafi sýnt því skilning að Jóhannes vildi taka næsta skref á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner