Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður í ensku B-deildinni sýknaður af nauðgun
Beryly Lubala í leik með Blackpool
Beryly Lubala í leik með Blackpool
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Beryl Lubala, framherji Blackpool í ensku B-deildinni, var í gær sýknaður af nauðgun af dómstólum í Brighton en það tók kviðdóm aðeins tvær klukkustundir að gera upp hug sinn.

Lubala er 24 ára gamall og spilaði tuttugu leiki fyrir Blackpool í öllum keppnum á síðustu leiktíð.

Atvikið átti sér stað árið 2019 í september er hann var á mála hjá Crawley Town en ári síðar samdi hann við Blackpool, sem hafði enga vitneskju um málið. Félagið kom því af fjöllum þegar Lubala tilkynnti félaginu að hann þyrfti að mæta fyrir rétt.

Lubala var í kjölfarið settur í tímabundið bann af Blackpool og er það til umræðu að rifta samningnum. Eins og staðan er í dag er hann samningsbundinn og óljóst hvort hann verði áfram í herbúðum félagsins.

„Blackpool hefur fengið þær upplýsingar að kviðdómur sýknaði Beryly Lubala af öllum ákærum. Þetta hefur verið afar erfiður tími fyrir alla en félagið vill þó taka það fram að enginn hjá félaginu hafði vitneskju um þetta þegar Beryly skrifaði undir hjá Blackpool í september árið 2020," segir í yfirlýsingu Blackpool.

Hann hefur ekkert spilað á þessu tímabili en er nú ánægður að geta byrjað að spila fótbolta á ný.

„Núna þegar kviðdómurinn hefur sýknað mig af öllum ákærum þá langar mig að loka þessu máli og einbeita mér nú að fjölskyldunni, framtíðinni og knattspyrnuferlinum," sagði Lubala.

Lubala hefur áður spilað með Crawley og Birmingham City en hann er samningsbundinn Blackpool út næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner