Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 27. janúar 2023 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Union Berlin kaupir Laidouni (Staðfest)
Mynd: EPA

Union Berlin er búið að festa kaup á túnisíska landsliðsmanninum Aïssa Laïdouni sem gerði gott mót á HM í Katar.


Laidouni er 26 ára gamall og borgar Union um 4 milljónir evra til að kaupa hann frá ungverska stórliðinu Ferencvaros.

Laidouni er vinnusamur miðjumaður sem er bæði öflugur varnar- og sóknarlega.

Hann á að hjálpa Union í toppbaráttu þýsku deildarinnar þar sem liðið er í öðru sæti sem stendur, með 33 stig eftir 17 umferðir.

Union vantar meiri breidd í hópinn og er þjálfarateymi félagsins gífurlega spennt fyrir Laidouni.

 


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner