fim 27. febrúar 2020 20:45
Aksentije Milisic
Sjáðu markið: Ighalo opnar markareikninginn
Mynd: Getty Images
Þessa stundina eigast við Manchester United og Club Brugge í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli í Belgíu.

United byrjaði leikinn í kvöld betur og það var Bruno Fernandes sem skoraði úr vítaspyrnu eftir að Simon Deli, varnarmaður Brugge, varði knöttinn með höndinni. Deli fékk beint rautt spjald.

Það var síðan Odion Ighalo sem tókst að opna markareikning sinn í treyju Manchester United. Bruno átti þá góða sendingu á Juan Mata sem lagði hann fyrir Ighalo sem átti ekki í vandræðum með að leggja knöttinn í netið.

Scott McTominay kom United í 3-0 með laglegu skoti eftir sendingu frá Fred rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þegar þetta er skrifað er staðan 4-1 samanlagt fyrir United og síðari hálfleikurinn framundan.

Markið hjá Ighalo má sjá með því að smella hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner