Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   þri 27. febrúar 2024 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Fullkomin tenging De Bruyne og Haaland - „Þeir þarfnast hvors annars“
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gat leyft sér að brosa eftir 6-2 sigurinn á Luton í 5. umferð enska bikarsins í kvöld, en tveir af hans bestu mönnum áttu stórleik.

Erling Braut Haaland er kominn í gang og það á besta tíma. Hann skoraði fimm mörk, en félagi hans, Kevin de Bruyne, lagði upp fjögur af fimm mörkum hans.

„Hvað get ég sagt? Þetta var mjög gott. Erling er á eldi og Kevin...tenging þeirra er fullkomin. Þetta var virkilega góður leikur og við erum komnir í 8-liða úrslit,“ sagði Guardiola.

„Kevin þarf leikmenn eins og Erling, og Erling þarf leikmenn eins og Kevin. Við erum ekki hér án hinna. Stórt hrós á alla.“

Guardiola var ánægður með framlag allra og vonast nú til þess að snúa aftur á Wembley. Undanúrslitin eru spiluð á Wembley eins og sjálfur úrslitaleikurinn.

„Við unnum síðustu tvo leikina 1-0 og gegn Chelsea spiluðum við vel í seinni hálfleiknum en gátum ekki unnið. Við tökum einn leik í einu. Enski bikarinn er mjög góð keppni og við erum einum leik frá því að komast aftur á Wembley
Athugasemdir
banner
banner