Sænska undrabarnið Lucas Bergvall skoraði stórfenglegt mark þegar Djurgården vann 0-5 sigur gegn Nordic United í sænsku bikarkeppninni á dögunum.
Bergvall, sem er aðeins 18 ára gamall, gerði tvennu í leiknum en síðara mark hans var algjörlega frábært.
Bergvall, sem er aðeins 18 ára gamall, gerði tvennu í leiknum en síðara mark hans var algjörlega frábært.
Hægt er að sjá myndband af markinu sem um ræðir í myndbandinu hér fyrir neðan.
Bergvall gekk fyrr í þessum mánuði í raðir Tottenham frá Djurgården en hann fer til Lundúnafélagsins í sumar.
Svíinn var nálægt því að ganga í raðir Barcelona á Spáni. Barcelona fékk 8,5 milljóna punda tilboð samþykkt og hafði leikmaðurinn skoðað aðstæður á Spáni, en valdi frekar að fara til Tottenham.
Bergvall er nú þegar búinn að spila sinn fyrsta A-landsleik fyrir Svíþjóð en það er alveg ljóst að þarna er á ferðinni gríðarlega efnilegur leikmaður.
18 year old Lukas Bergvall with a filthy solo goal for Djurgården
byu/OleoleCholoSimeone insoccer
Athugasemdir