Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. mars 2023 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Samherjar hentu Tindastóli úr leik
Mynd: Guðmundur Arnar Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Samherjar 2 - 1 Tindastóll
0-1 Max Karl Linus Selden ('15)
1-1 Jón Kristján Harðarson ('17)
2-1 Rúnar Þór Brynjarsson ('71)
Rautt spjald: Atli Steinar Ingason, Samherjar ('91)
Rautt spjald: Jóhann Daði Gíslason, Tindastóll ('91)


Samherjum tókst að henda Tindastóli úr leik í Lengjubikarnum. Liðin áttust við í riðli 5 í C-deild keppninnar og voru einu lið riðilsins. Hamrarnir og Spyrnir áttu að vera með í riðlinum en hófu aldrei keppni.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri viðureigninni á Sauðárkróki en í þeirri síðari var spilað í Boganum og fóru Samherjar með sigur af hólmi, 2-1.

Max Karl Linus Selden kom Sauðkrækingum yfir snemma leiks en Samherjar voru fljótir að svara fyrir sig. Jón Kristján Harðarson jafnaði aðeins tveimur mínútum eftir opnunarmarkið.

Staðan hélst jöfn allt þar til í síðari hálfleik þegar Rúnar Þór Brynjarsson gerði það sem reyndist sigurmark Samherja.

Mönnum varð heitt í hamsi á lokamínútum leiksins og voru Atli Steinar Ingason og Jóhann Daði Gíslason báðir reknir af velli í uppbótartíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner