Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. apríl 2020 09:07
Elvar Geir Magnússon
Liverpool vill ekki Coutinho - Slitnað upp úr viðræðum við Aubameyang
Powerade
Aubameyang
Aubameyang
Mynd: Getty Images
Thomas Meunier.
Thomas Meunier.
Mynd: Getty Images
Coutinho, Koulibaly, Aubameyang, De Gea, Neymar og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Philippe Coutinho (27) miðjumaður Barcelona fékk að vita það að Liverpool hefur ekki áhuga á að kaupa hann til baka þegar hann ræddi mögulega endurkomu. (Mirror)

Newcastle vill fá varnarmanninn Kalidou Koulibaly (28) frá Napoli. (Foot Mercato)

Arsenal hefur slitið samningaviðræðum við Pierre-Emerick Aubameyang (30) en Gabonmaðurinn er orðaður við brottför frá félaginu. Manchester United, Inter, Barcelona, Real Madrid og Chelsea hafa öll áhuga á að fá hann. (Mirror)

Arsenal er á undan Liverpool í kapphlaupinu um að fá brasilíska vængmanninn Willian (31) á frjálsri sölu frá Chelsea í sumar. (ESPN)

Spænski markvörðurinn David de Gea (29) segist vilja vera í mörg ár hjá Manchester United. Dean Henderson (23) setur aukna pressu á De Gea en hann hefur verið frábær á lánssamningi hjá Sheffield United. (Mail)

Wagner Ribiero, fyrrum umboðsmaður Neymar (28) segir að brasilíski framherjiinn hafi íhugað að ganga í raðir Chelsea þegar hann var sautján ára. (Mail)

Belgíski bakvörðurinn Thomas Meunier (28) er spenntur fyrir hugmyndinni að spila undir stjórn Jose Mourinho hjá Tottenham Hotspur en vonast þó enn eftir því að fá nýjan samning hjá PSG. (L’Equipe)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, hefur rætt við Dries Mertens (32), sóknarmann Napoli, og vonast til þess að tryggja sér belgíska landsliðsmanninn á frjálsri sölu. (Mail)

Hollenski bakbörðurinn Jetro Willems (26) ýjar að því að hann vilji alfarið ganga í raðir Newcastle en hann hóf tímabilið á láni hjá félaginu frá Eintracht Frankfurt en meiddist svo. (Goal)

Andre Onana (24), kamerúnski markvörðurinn hjá Ajax, virðist vera á leið aftur til Barcelona. Hann hefur verið orðaður við Chelsea. (Express)

Wilfred Ndidi (23) segist ekki vera að hugsa um að yfirgefa Leicester en sögusagnir hafa verið um áhuga frá Arsenal og Manchester United. (ESPN)

Vonir Barcelona um að fá argentínska sóknarmanninn Lautaro Martínez (22) frá Inter hafa dalað vegna fjárhagslegra áhrifa kórónaveirufaraldursins. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner