Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   mið 27. apríl 2022 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Ásta Eir: Mér fannst allt í lagi að leggjast aðeins aftar
Ásta Eir og Natasha fagna marki Breiðabliks
Ásta Eir og Natasha fagna marki Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum ánægð með 4-1 sigur liðsins á Þór/KA í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 Þór/KA

Blikar skoruðu þrjú mörk á fyrsta hálftímanum og gerði Natasha Moraa Anasi fjórða markið í byrjun þess síðari.

Eftir það leyfðu Blikar gestunum aðeins að færa sig ofar og var það partur af leikplaninu.

„Þetta var mjög öflug byrjun hjá okkur. Við töluðum um að keyra á þetta í fyrri hálfleik og fannst við gera það mjög vel. Við settum vel á þær og settum þrjú mörk í fyrri hálfleik en fannst mér stundum detta niður á lægra tempó en við ættum að vera á. Við fengum stundum of mikinn tíma og ákváðum að nýta hann allan þegar við hefðum getað gert hlutina hraðar," sagði Ásta Eir við Fótbolta.net.

Blikar vildu ekki taka of marga sénsa þegar hálftími var eftir eða svo og lögðust aðeins til baka.

„Ekkert bara að taka of mikla sénsa. Mér fannst allt í lagi að leggjast aðeins aftar og leyfa þeim að koma og verjast því bara vel sem mér fannst við gera í seinni hálfleik og svo reyndum við að nýta þegar þær opnuðust. Ég er mjög ánægð með þetta," sagði hún ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner