Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 27. maí 2020 23:16
Sverrir Örn Einarsson
Gústi Gylfa: Spáir hitabylgju fyrir norðan
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaðan var nokkuð góð hjá okkur og við vorum yfir 2-0. Við fáum svo á okkur hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks og þeir skora 2-1 og því var svolítið erfitt að koma inn í klefa í hálfleik, en við vorum 2-1 yfir og frammistaðan nokkuð góð hjá okkur á frábærum Víkingsvelli."

„Við komum svo inn í seinni hálfleikinn og fáum á okkur tvö mörk og tap,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, aðspurður hvað hann tæki út úr leik síns liðs í kvöld sem tapaði fyrir Víkingi R. 3-2 í æfingarleik á Víkingsvelli.

Æfingarvikan hefur verið strembin, en stutt er síðan lið fengu að hefja æfingar að fullum krafti á ný og stutt í að mótið hefjist. En er Ágúst sáttur með standið á sínum mönnum?

„Já, það var mjög kærkomið að fá þennan æfingarleik fyrir okkur og bæði lið að sjálfsögðu, en menn eru ekkert búnir að vera mikið í fótbolta upp á síðkastið og þá er líka bara gott að við komumst meiðslafríir frá leiknum sem er líka jákvætt.“

Grótta heldur í fyrramálið á Norðurland í æfingarferð og leikur meðal annars æfingarleik við Dalvík/Reyni næstkomandi laugardag.

„Við erum að fara í fyrramálið í æfingarferð til Siglufjarðar og Dalvíkur og verðum þar í fimm daga og spilum við Dalvík/Reyni á laugardaginn. Það spáir hitabylgju fyrir norðan, 15 stig svo við tökum því fagnandi og þetta verður skemmtileg ferð.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner