Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mið 27. maí 2020 23:16
Sverrir Örn Einarsson
Gústi Gylfa: Spáir hitabylgju fyrir norðan
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaðan var nokkuð góð hjá okkur og við vorum yfir 2-0. Við fáum svo á okkur hornspyrnu í lok fyrri hálfleiks og þeir skora 2-1 og því var svolítið erfitt að koma inn í klefa í hálfleik, en við vorum 2-1 yfir og frammistaðan nokkuð góð hjá okkur á frábærum Víkingsvelli."

„Við komum svo inn í seinni hálfleikinn og fáum á okkur tvö mörk og tap,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, aðspurður hvað hann tæki út úr leik síns liðs í kvöld sem tapaði fyrir Víkingi R. 3-2 í æfingarleik á Víkingsvelli.

Æfingarvikan hefur verið strembin, en stutt er síðan lið fengu að hefja æfingar að fullum krafti á ný og stutt í að mótið hefjist. En er Ágúst sáttur með standið á sínum mönnum?

„Já, það var mjög kærkomið að fá þennan æfingarleik fyrir okkur og bæði lið að sjálfsögðu, en menn eru ekkert búnir að vera mikið í fótbolta upp á síðkastið og þá er líka bara gott að við komumst meiðslafríir frá leiknum sem er líka jákvætt.“

Grótta heldur í fyrramálið á Norðurland í æfingarferð og leikur meðal annars æfingarleik við Dalvík/Reyni næstkomandi laugardag.

„Við erum að fara í fyrramálið í æfingarferð til Siglufjarðar og Dalvíkur og verðum þar í fimm daga og spilum við Dalvík/Reyni á laugardaginn. Það spáir hitabylgju fyrir norðan, 15 stig svo við tökum því fagnandi og þetta verður skemmtileg ferð.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner