Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 27. maí 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ianis Hagi keyptur til Rangers (Staðfest)
Ianis Hagi.
Ianis Hagi.
Mynd: Getty Images
Skoska úrvalseildarfélagið Rangers hefur keypt Rúmenann Ianis Hagi frá Genk í Belgíu. Talið er að kaupverðið sé í kringum 3 milljónir punda.

Hagi er 21 árs gamall og getur leikið framarlega á miðjunni og á báðum köntum. Hann kom til Rangers að láni frá belgíska félaginu Genk í lok janúar og hefur hrifið Steven Gerrard, stjóra Rangers, sem ákvað að nýta kaupmöguleikann í lánssamningnum.

Ianis er sonur rúmensku goðsagnarinnar Gheorghe Hagi. Hann á að baki tíu A-landsleiki fyrir Rúmeníu, sem á að mæta Íslandi í umspili fyrir EM. Upphaflega átti að leika undanúrslit og úrslit umspilsins í marsmánuði, en vegna kórónaveirufaraldsins var ekki hægt að leika þá leiki. Núna er vonast til að leika það í haust.

Rangers var í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar þegar keppni þar var hætt í mars vegna kórónuveirunnar. Ákveðið var í kjölfarið að byrja þetta tímabil ekki aftur í Skotlandi og Celtic veittur meistaratitilinn.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner