Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 27. maí 2023 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttheimar
Freyja Karín: Ein besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir á ævi minni
Kvenaboltinn
Freyja Karín átti ansi góðan dag.
Freyja Karín átti ansi góðan dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur verður í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit bikarsins.
Þróttur verður í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit bikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjuð tilfinning, það er svo gott að ná svona endurkomusigri," sagði Freyja Karín Þorvarðardóttir, sóknarmaður Þróttar, eftir 2-1 sigur gegn Val í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Þróttur var undir lengst af í leiknum en náði að koma til baka og vinna leikinn á lokametrunum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

Eins og oftast hingað til á tímabilinu þá byrjaði Freyja á bekknum en kom inn á sem varamaður og skoraði. Þetta er fjórða markið sem Freyja skorar í sumar eftir að hafa komið inn á af bekknum.

„Ég hef svo mikla trú á þessu liði. Þegar ég sá liðið sem kom út í seinni hálfleikinn þá fann ég á mér að við gætum unnið þetta," sagði Freyja. „Við náðum að halda boltanum betur og við klúðruðum færri sendingum. Við náðum líka að 'matcha' þær í baráttu, við vorum yfir í baráttunni."

Er ekki pirrandi að fá ekki að byrja leikina? „Maður verður að taka því hlutverki sem ég er sett í. Auðvitað er það pirrandi en mér finnst ótrúlega gaman að geta komið inn á og breytt hlutunum."

Hún segir að það hafi verið gaman svo að ná inn öðru marki og vinna leikinn í venjulegum leiktíma. „Þetta var ein besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir á ævi minni. Þetta er stórt fyrir okkur, þær voru Íslands- og bikarmeistarar í fyrra og það er stórt fyrir okkur að vinna þær og slá þær út."

Þetta var frábær dagur fyrir Freyju og eftirminnilegur þar sem hún útskrifaðist líka sem stúdent fyrr í dag.

„Þetta toppaði daginn, að vinna þennan leik. Þetta var alltaf markmiðið; að útskrifast og síðan að ná að vinna leikinn, klára daginn almennilega. Þetta verður mjög eftirminnilegur dagur."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner