Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 27. maí 2023 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttheimar
Freyja Karín: Ein besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir á ævi minni
Freyja Karín átti ansi góðan dag.
Freyja Karín átti ansi góðan dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur verður í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit bikarsins.
Þróttur verður í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit bikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjuð tilfinning, það er svo gott að ná svona endurkomusigri," sagði Freyja Karín Þorvarðardóttir, sóknarmaður Þróttar, eftir 2-1 sigur gegn Val í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Þróttur var undir lengst af í leiknum en náði að koma til baka og vinna leikinn á lokametrunum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

Eins og oftast hingað til á tímabilinu þá byrjaði Freyja á bekknum en kom inn á sem varamaður og skoraði. Þetta er fjórða markið sem Freyja skorar í sumar eftir að hafa komið inn á af bekknum.

„Ég hef svo mikla trú á þessu liði. Þegar ég sá liðið sem kom út í seinni hálfleikinn þá fann ég á mér að við gætum unnið þetta," sagði Freyja. „Við náðum að halda boltanum betur og við klúðruðum færri sendingum. Við náðum líka að 'matcha' þær í baráttu, við vorum yfir í baráttunni."

Er ekki pirrandi að fá ekki að byrja leikina? „Maður verður að taka því hlutverki sem ég er sett í. Auðvitað er það pirrandi en mér finnst ótrúlega gaman að geta komið inn á og breytt hlutunum."

Hún segir að það hafi verið gaman svo að ná inn öðru marki og vinna leikinn í venjulegum leiktíma. „Þetta var ein besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir á ævi minni. Þetta er stórt fyrir okkur, þær voru Íslands- og bikarmeistarar í fyrra og það er stórt fyrir okkur að vinna þær og slá þær út."

Þetta var frábær dagur fyrir Freyju og eftirminnilegur þar sem hún útskrifaðist líka sem stúdent fyrr í dag.

„Þetta toppaði daginn, að vinna þennan leik. Þetta var alltaf markmiðið; að útskrifast og síðan að ná að vinna leikinn, klára daginn almennilega. Þetta verður mjög eftirminnilegur dagur."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner