Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 27. maí 2023 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttheimar
Freyja Karín: Ein besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir á ævi minni
Kvenaboltinn
Freyja Karín átti ansi góðan dag.
Freyja Karín átti ansi góðan dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur verður í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit bikarsins.
Þróttur verður í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit bikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjuð tilfinning, það er svo gott að ná svona endurkomusigri," sagði Freyja Karín Þorvarðardóttir, sóknarmaður Þróttar, eftir 2-1 sigur gegn Val í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Þróttur var undir lengst af í leiknum en náði að koma til baka og vinna leikinn á lokametrunum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

Eins og oftast hingað til á tímabilinu þá byrjaði Freyja á bekknum en kom inn á sem varamaður og skoraði. Þetta er fjórða markið sem Freyja skorar í sumar eftir að hafa komið inn á af bekknum.

„Ég hef svo mikla trú á þessu liði. Þegar ég sá liðið sem kom út í seinni hálfleikinn þá fann ég á mér að við gætum unnið þetta," sagði Freyja. „Við náðum að halda boltanum betur og við klúðruðum færri sendingum. Við náðum líka að 'matcha' þær í baráttu, við vorum yfir í baráttunni."

Er ekki pirrandi að fá ekki að byrja leikina? „Maður verður að taka því hlutverki sem ég er sett í. Auðvitað er það pirrandi en mér finnst ótrúlega gaman að geta komið inn á og breytt hlutunum."

Hún segir að það hafi verið gaman svo að ná inn öðru marki og vinna leikinn í venjulegum leiktíma. „Þetta var ein besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir á ævi minni. Þetta er stórt fyrir okkur, þær voru Íslands- og bikarmeistarar í fyrra og það er stórt fyrir okkur að vinna þær og slá þær út."

Þetta var frábær dagur fyrir Freyju og eftirminnilegur þar sem hún útskrifaðist líka sem stúdent fyrr í dag.

„Þetta toppaði daginn, að vinna þennan leik. Þetta var alltaf markmiðið; að útskrifast og síðan að ná að vinna leikinn, klára daginn almennilega. Þetta verður mjög eftirminnilegur dagur."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner