Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 27. maí 2023 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttheimar
Freyja Karín: Ein besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir á ævi minni
Kvenaboltinn
Freyja Karín átti ansi góðan dag.
Freyja Karín átti ansi góðan dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur verður í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit bikarsins.
Þróttur verður í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit bikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjuð tilfinning, það er svo gott að ná svona endurkomusigri," sagði Freyja Karín Þorvarðardóttir, sóknarmaður Þróttar, eftir 2-1 sigur gegn Val í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Þróttur var undir lengst af í leiknum en náði að koma til baka og vinna leikinn á lokametrunum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Valur

Eins og oftast hingað til á tímabilinu þá byrjaði Freyja á bekknum en kom inn á sem varamaður og skoraði. Þetta er fjórða markið sem Freyja skorar í sumar eftir að hafa komið inn á af bekknum.

„Ég hef svo mikla trú á þessu liði. Þegar ég sá liðið sem kom út í seinni hálfleikinn þá fann ég á mér að við gætum unnið þetta," sagði Freyja. „Við náðum að halda boltanum betur og við klúðruðum færri sendingum. Við náðum líka að 'matcha' þær í baráttu, við vorum yfir í baráttunni."

Er ekki pirrandi að fá ekki að byrja leikina? „Maður verður að taka því hlutverki sem ég er sett í. Auðvitað er það pirrandi en mér finnst ótrúlega gaman að geta komið inn á og breytt hlutunum."

Hún segir að það hafi verið gaman svo að ná inn öðru marki og vinna leikinn í venjulegum leiktíma. „Þetta var ein besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir á ævi minni. Þetta er stórt fyrir okkur, þær voru Íslands- og bikarmeistarar í fyrra og það er stórt fyrir okkur að vinna þær og slá þær út."

Þetta var frábær dagur fyrir Freyju og eftirminnilegur þar sem hún útskrifaðist líka sem stúdent fyrr í dag.

„Þetta toppaði daginn, að vinna þennan leik. Þetta var alltaf markmiðið; að útskrifast og síðan að ná að vinna leikinn, klára daginn almennilega. Þetta verður mjög eftirminnilegur dagur."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner