Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   lau 27. maí 2023 14:00
Aksentije Milisic
Haaland sá fyrsti í sögunni sem vinnur tvöfalt
Mynd: EPA

Erling Braut Haaland, sóknarmaður Manchester City, átt stórkostlegt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni en hann er búinn að skora 36 mörk og er Man City orðið enskur meistari.


Ofan á þetta þá var Haaland valinn bæði sem besti leikmaður deildarinnar og besti ungi leikmaður deildarinnar. Þetta hefur aldrei gerst í sögu enska boltans.

Þessi 22 ára gamli Norðmaður kom til Man City í ágúst mánuði í fyrra og hefur gjörsamlega slegið í gegn og rúmlega það.

Hann bætti met Alan Shearer yfir flest mörk í deildinni á einu og sama tímabilinu og þá getur hann ennþá unnið þrennuna með Englandsmeisturunum.

Man City mætir Manchester United í úrslitum enska bikarsins og eftir það mætir liðið Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner