Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
   lau 27. maí 2023 20:15
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Rodrygo skoraði bæði mörk Real Madrid í sigri á Sevilla
Rodrygo gerði bæði mörk Madrídinga
Rodrygo gerði bæði mörk Madrídinga
Mynd: EPA
Sevilla 1 - 2 Real Madrid
1-0 Rafa Mir ('3 )
1-1 Rodrygo ('29 )
1-2 Rodrygo ('69 )
Rautt spjald: Marcos Acuna, Sevilla ('83)

Brasilíski vængmaðurinn Rodrygo afgreiddi Sevilla með tveimur mörkum í 2-1 sigri á Sevilla í La Liga í kvöld.

Rafa Mir kom Sevilla óvænt í forystu á 3. mínútu en Rodrygo jafnaði með laglegu marki úr aukaspyrnu á 29. mínútu.

Hann gerði síðan sigurmarkið á 69. mínútu leiksins áður en Carlo Ancelotti ákvað að taka hann af velli.

Argentínumaðurinn Marcos Acuna fékk að líta beint rautt á 83. mínútu leiksins í liði Sevilla.

Real Madrid er í öðru sæti með 77 stig, fjórum stigum meira en Atlético Madríd.
Athugasemdir
banner
banner
banner