Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
banner
   þri 27. ágúst 2024 19:41
Brynjar Ingi Erluson
Chiesa fær fjögurra ára samning hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Liverpool er að ná samkomulagi við ítalska vængmanninn Federico Chiesa en hann mun gera fjögurra ára samning við félagið. David Ornstein hjá Athletic segir frá.

Eins og Fabrizio Romano greindi frá í kvöld miðar viðræðum Liverpool og Juventus ágætlega áfram.

Kaupverðið er í kringum 13 milljónir punda og er Liverpool að vinna hörðum höndum að því að ganga frá samkomulagi við Juventus og leikmanninn.

Ornstein segir Chiesa fá fjögurra ára samning hjá Liverpool, en félagið hefur lengi haft áhuga á ítalska landsliðsmanninum. Enskir miðlar tala um að hann muni þéna 80 þúsund pund í vikulaun.

Barcelona hafði einnig áhuga á að fá hann en gat það ekki vegna fjárhagsstöðu félagsins.

Chiesa er 26 ára gamall vængmaður sem hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár. Hann sleit krossband í hné í byrjun árs 2022 og var lengi að jafna sig af þeim.

Á síðasta tímabili kom hann sér aftur á skrið og spilaði 33 deildarleiki og skoraði 9 mörk er Juventus hafnaði í 3. sæti Seríu A.
Athugasemdir
banner
banner
banner