Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 27. ágúst 2024 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þór/KA klárar tímabilið á Greifavellinum - „Völlurinn er orðinn mjög slæmur"
Þór/KA er í 3. sæti þegar deildinni hefur verið skipt í efri og neðri hluta.
Þór/KA er í 3. sæti þegar deildinni hefur verið skipt í efri og neðri hluta.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Greifavöllur.
Greifavöllur.
Mynd: Fótbolti.net
Jóhann Kristinn.
Jóhann Kristinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA mun spila heimaleiki sína í efri hluta Bestu deildar kvenna á Greifavellinum, heimavelli KA. Þór/KA hefur til þessa í sumar spilað á VÍS-vellinum en síðustu þrír leikir liðsins á þessu tímabili fara fram á gervigrasinu á Greifavelli. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, ræddi við Fótbolta.net.

„Þetta hefur verið í skoðun í sumar þar sem VÍS-völlurinn kom bara ekki vel undan vetri. Þó að það hafi sennilega aldrei verið unnið jafnmikið í honum, þá er bara of mikið álag á honum að hafa tvö meistaraflokkslið að keppa á honum. Þetta er búið að vera í umræðunni í sumar, og eftir þessa veðurótíð að undanförnu, þá var þessi ákvörðun tekin. Grassvæðin sem liðin (Þór og Þór/KA) hafa til að æfa á eru líka búin að vera mjög slæm. Liðin hafa þurft að æfa og keppa á þessum eina velli. Það var bara ekki orðið hægt. Völlurinn er bara orðinn mjög slæmur," segir Jói.

Þór/KA byrjaði Íslandsmótið í Boganum á Akureyri. Var sá möguleiki skoðaður?

„Það er bara ekki tekið mjög vel í það út af einhverju sem ég þekki ekki alveg nógu vel. Það hefur þurft algjöra undanþágu til að fá spila þar inni."

„Við ræddum við KA og höfum verið að æfa þar síðustu vikur. Bæði til að hlífa hinum vellinum og svo eru flestir útileikir okkar á gervigrasi. Með góðri samvinnu við KA höfum við komist að þar."


Engar afsakanir
Árangur Þórs/KA á útivelli er mjög góður; fimm sigrar, tvö jafntefli og tvö töp. Heimaleikjaárangur liðsins er ekki eins góður; fjórir sigrar, eitt jafntefli og fjögur töp. Hefur völlurinn mikið að segja í þessu?

„Við verðum að horfa í eigin barm með árangur okkar á heimavelli, taka það á kassann. Það eru engar afsakanir, það er bara ekki boðlegt að safna svona fáum stigum á heimavelli."

Ætla sér að vinna toppliðin tvö
Fimm leikir eru eftir gegn hinum fimm bestu liðum landsins. Hvert er markmiðið?

„Við setjum okkur upp nýtt mót. Við erum búin að ná þeim árangri að gera betur en síðustu ár þegar horft er í 18 leiki. Við erum þokkalega sátt, okkur finnst við reyndar hafa hent frá okkur sex stigum í síðustu fjórum leikjum. Við erum með nokkur markmið. Eitt af markmiðunum er að vinna liðin tvö (Val og Breiðablik) sem við höfum ekki unnið til þessa í sumar. Við viljum enda mótið í 3. sæti þar sem við komumst ekki ofar."

„Á sama tíma erum við líka byrjuð að horfa í næsta tímabil líka. Það eru ekki bara tölfræðileg markmið sem við erum að horfa í,"
segir Jói að lokum.

Þór/KA spilar gegn FH, Val og Víkingi á heimavelli og Breiðabliki og Þrótti á útivelli í lokaleikjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner