Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
banner
   mið 27. ágúst 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stjóri Brentford hrósaði Hákoni í hástert
Mynd: Brentford
Hákon Rafn Valdimarsson nýtti tækifærið í marki Brentford í gær þegar liðið vann Bournemouth 2-0 í enska deildabikarnum.

Hákon spilaði fimm leiki á síðustu leiktíð í öllum keppnum og hélt tvisvar sinnnum hreinu. Hann var öruggur í markinu í gær og þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum.

Keith Andrews, stjóri Brentford, hrósaði íslenska landsliðsmanninum í hástert eftir leikinn.

„Hann er topp markmaður. Hann er stór hluti af hópnum, ég vil að hann veiti Kelleher góða samkeppni. Hann gerir það daglega. Ég fylgdist með honum vaxa og dafna sem einstaklingur í fyrra. Hann er rólegur að eðlisfari en mjög góður markmaður," sagði Andrews.
Athugasemdir