Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. september 2019 12:26
Magnús Már Einarsson
Pálmi og Aron framlengja - Skrifuðu undir á elliheimilinu Grund
Pálmi og Aron á elliheimilinu Grund.
Pálmi og Aron á elliheimilinu Grund.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Pálmi Rafn Pálmason og Aron Bjarki Jósepsson skrifuðu báðir undir nýja samninga við KR í dag. Pálmi skrifaði undir nýjan eins árs samning og Aron undir tveggja ára samning.

Skrifað var undir samningana á elliheimilinu Grund en fyrri samningar beggja leikmanna áttu að renna út eftir tímabilið.

Hinn 35 ára gamli Pálmi Rafn var valinn var valinn í úrvalslið tímabilsins í Pepsi Max-deildinni hjá Fótbolta.net á dögunum en hann var einnig í liði ársins í fyrra eins og Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, minntist á í ræðu sinni við undirskriftina.

Pálmi kom til KR frá Lilleström fyrir sumarið 2016 en hann hefur spilað alla leiki KR í Pepsi Max-deildinni í sumar og skorað átta mörk.

Aron Bjarki er þrítugur varnarmaður en hann hefur verið hjá KR síðan árið 2011. Aron hefur skorað sjö mörk í 113 leikjum í efstu deild en hann spilaði fjóra leiki þegar KR varð Íslandsmeistari í sumar.

KR-ingar urðu Íslandsmeistarar á dögunum en fyrir mót var umræða um að leikmannahópurinn væri of gamall. Af því tilefni fóru Pálmi og Óskar Örn Hauksson með bikarinn á elliheimilið Grund um síðustu helgi.

Athugasemdir
banner
banner