Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. september 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Taarabt: Engum að kenna nema sjálfum mér
Mynd: Getty Images
Adel Taarabt er byrjaður að fá reglulegan spiltíma eftir mjög sveiflukenndan feril hingað til.

Hann er loksins búinn að finna pláss í aðalliði Benfica þar sem hann leikur framarlega á miðjunni. Hann hefur verið samningsbundinn félaginu í fjögur ár en er fyrst núna að spila fyrir aðalliðið.

„Mér finnst ekki gaman að upphefja sjálfan mig en ef þú talar við fólk sem sá mig spila á táningsárunum þá munu flestir segja að ég hefði getað spilað fyrir Real Madrid eða Barcelona. Luka Modric sagði þetta meira að segja við mig," sagði Taarabt, sem var liðsfélagi Modric hjá Tottenham fyrir áratugi síðan.

„Það varð því miður aldrei að veruleika og það er engum að kenna nema sjálfum mér."

Taarabt er 30 ára gamall og var hans besti tími með QPR þar sem hann fékk mikinn spiltíma og hreif marga með leikni sinni á boltanum. Þar á meðal var Raheem Sterling, sem ólst upp hjá QPR til 16 ára aldurs.

„Ég hlustaði á viðtal um daginn þar sem Raheem Sterling sagði að ég hafði verið átrúnaðargoðið hans hjá QPR. Í dag eru það eflaust Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi, en þegar hann var strákur þá var það ég!"

Taarabt hefur einnig spilað fyrir AC Milan, Fulham, Genoa og Lens á ferlinum. Hann á 19 landsleiki að baki fyrir Marokkó.
Athugasemdir
banner
banner
banner