Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. september 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferdinand vill að Man Utd kaupi Upamecano frekar en Sancho
Dayot Upamecano.
Dayot Upamecano.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United og einn besti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, vill að Rauðu djöflarnir fjárfesti frekar í miðverðinum Dayot Upamecano en kantmanninum Jadon Sancho.

Sancho, sem er mála hjá Borussia Dortmund, er búinn að vera efstur á óskalista United í allt sumar en illa hefur gengið í viðræðum við Dortmund um kaup á honum.

Það styttist í að félagaskiptaglugginn loki og Man Utd er bara búið að kaupa Donny van de Beek frá Ajax.

Það hafa verið sögusagnir um fjölda leikmanna, en ef Ferdinand fengi að velja einn leikmann þá myndi hann ná í franska miðvörðinn Upamecano frá RB Leipzig.

„Ég hef talað um það lengi að félagið þurfi að kaupa miðvörð," sagði Ferdinand við Talksport. „Það mun ekki leysa öll vandamál en það er eitt stærsta vandamálið."

„Ég skil áhugan á Jadon Sancho sem er frábær leikmaður en þeir þurfa miðvörð. Upamecano er ungur, góður á boltann, sterkur, hreyfanlegur og spilar alla leiki."

Harry Maguire og Victor Lindelöf hafa byrjað í miðverði í fyrstu tveimur deildarleikjum Man Utd á þessu tímabili og ekki verið mjög sannfærandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner