Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. september 2020 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reyna að útskýra slæma frammistöðu Thiago Silva í gær
Mynd: Getty Images
Thiago Silva átti heldur betur eftirminnilegan fyrsta hálfleik sem leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Liðið var komið 3-0 undir eftir hálftíma leik og var Silva klár sökudólgur í einu marki WBA.

Staðan var 0-3 í hálfleik en var 3-2 á 73. mínútu þegar Silva var fórnað fyrir Olivier Giroud. Tammy Abraham jafnaði svo leikinn fyrir Chelsea á 93. mínútu.

„Thiago gerði ein mistök. Hann er búinn að vera það lengi í boltanum til að vita að hann gerði þau." sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea, eftir leikinn í gær.

Get French Football News voru með sérfræðinga sem greindu frammistöðu Silva í leiknum í gær.

„Hann spilaði alla leiki á síðustu leiktíð sem hægri miðvörður við hlið Presnel Kimpembe. Í dag spilaði hann vinstra megin. Sú breyting, þrátt fyrir að virka lítil, hefur risaáhrif á það hvernig leikmaður athafnar sig," var skrifað á reikning GFFN á Twitter.

„Því hærri sem varnarlínan er því meira verður Silva í vandræðum, hann er vanur að Marquinhos komi djúpt og sæki boltann. Þessi munur útskýrir slæma frumraun í úrvalseildinni."





Athugasemdir
banner
banner
banner