Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 27. október 2020 18:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull í byrjunarliðinu gegn Leyton Orient
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Andrésson er í byrjunarliði Exeter sem mætir Leyton Orient á útivelli í ensku D-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Jökuls í atvinnumannadeild.

Jökull er á neyðarláni hjá Exeter sem gildir í viku. Félagaskiptaglugginn á Englandi er lokaður og því þurfti Exeter að fá undanþágu. Undanþáguna fær liðið þar sem markverðir liðsins eru fjarri góðu gamni.

Jökull er nítján ára gamall og gekk í raðir Reading frá Aftureldingu árið 2017. Reading er í toppsæti B-deildarinnar, Championship, og er Jökull þriðji markvörður liðsins.

Exeter er í fimmta sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld og Leyton Orient í fjórtánda sæti.


Stöðutaflan England England 2. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Swindon Town 8 6 0 2 17 10 +7 18
2 Gillingham 8 5 3 0 12 5 +7 18
3 Salford City 8 5 1 2 13 9 +4 16
4 Walsall 8 5 1 2 8 5 +3 16
5 Grimsby 8 4 3 1 14 9 +5 15
6 Chesterfield 8 4 2 2 12 10 +2 14
7 Bromley 8 3 4 1 12 8 +4 13
8 Crewe 8 4 1 3 12 9 +3 13
9 Bristol R. 8 4 1 3 9 9 0 13
10 MK Dons 8 3 3 2 13 7 +6 12
11 Fleetwood Town 8 3 3 2 10 10 0 12
12 Notts County 8 3 2 3 12 10 +2 11
13 Cambridge United 8 3 2 3 9 8 +1 11
14 Oldham Athletic 8 2 4 2 5 5 0 10
15 Barnet 8 3 1 4 8 11 -3 10
16 Tranmere Rovers 7 2 3 2 11 8 +3 9
17 Harrogate Town 8 2 2 4 8 12 -4 8
18 Crawley Town 8 2 2 4 7 11 -4 8
19 Colchester 8 1 4 3 7 9 -2 7
20 Accrington Stanley 7 1 3 3 4 7 -3 6
21 Barrow 8 2 0 6 6 11 -5 6
22 Newport 8 1 2 5 8 13 -5 5
23 Shrewsbury 8 1 2 5 6 16 -10 5
24 Cheltenham Town 8 1 1 6 3 14 -11 4
Athugasemdir
banner