Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Fyrsti útisigur Atletico á tímabilinu
Giuliano Simeone
Giuliano Simeone
Mynd: EPA
Betis 0 - 2 Atletico Madrid
0-1 Giuliano Simeone ('3 )
0-2 Alex Baena ('45 )

Real Betis og Atletico Madrid mættust í síðasta leik tíundu umferðar í spænsku deildinni í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum í 6. og 7. sæti fyrir leikinn.

Giuliano Simeone kom Atletico yfir strax á þriðju mínútu þegar hann skoraði laglegt mark. Boltinn datt fyrir hann rétt fyrir utan teiginn og hann átti viðstöðulaust skot í bláhornið.

Í uppbótatíma fyrri hálfleiks vann Atletico boltann eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá Betis og liðið brunaði upp í skyndisókn. Sóknin endaði með því að Julian Alvarez átti fyrirgjöf á Alex Baena sem skoraði með frábæru skoti í fjærhornið og tryggði liðinu sigurinn.

Eini tapleikur Atletico í deildinni var gegn Espanyol í fyrstu umferð en samt sem áður var þetta fyrsti sigur liðsins á útivelli. Atletico fór upp í 4. sæti með 19 stig en Betis er í 5. sæti með 16 stig, þetta var aðeins annað tap liðsins í deildinni.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Atletico Madrid 10 5 4 1 18 10 +8 19
5 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
6 Betis 10 4 4 2 15 12 +3 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
9 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
10 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner