Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 22:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daníel Tristan spilaði fyrri hálfleikinn í tapi - Stockport á flugi
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Þórarinsson spilaði fyrri hálfleikinn þegar Noah vann 3-0 sigur gegn Ararat Yerevan í armensku deildinni í dag. Noah er með 21 stig eftir 10 umferðir í 4. sæti. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Alashkert og á leik til góða.

Logi Tómasson var í byrjunarliði Samsunspor sem gerði 1-1 jafntefli gegn Rizespor í tyrknesku deildinni. Samsunspor komst yfir snemma leiks en undir lok fyrri hálfleiks slapp Jesuran Rak-Sakyi í gegn fram hjá Loga og jafnaði metin.

Samsunspor er í 5. sæti með 17 stig eftir tíu umferðir.

Daníel Tristan Guðjohnsen átti erfitt uppdráttar og var tekinn af velli í hálfleik þegar Malmö tapaði 3-1 gegn Hammarby í sænsku deildinni. Arnór Sigurðsson er á meiðslalistanum. Malmö er í 6. sæti með 45 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

Kristófer Jónsson var í byrjunarliði Triestina sem tapaði 1-0 gegn Dolomiti Bellunesi í ítölsku C-deildinni. Triestina er á botninum en liðið er með sjö stig í mínus vegna fjárhagsvandræða.

Stockport vann Port Vale 3-0 í ensku C-deildinni. Benoný Breki Andrésson kom inn á eftir klukkutíma leik en þá voru úrslitin ráðin. Stockport er á toppnum með 28 stig eftir 14 umferðir. Liðið er ósigrað í síðustu sex leikjum.
Athugasemdir
banner