Juventus goðsögnin Gianluigi Buffon telur að Luciano Spalletti sé rétti maðurinn til að leiða liðið áfram.
Igor Tudor var rekinn í dag en Juventus er án sigurs í síðustu átta leikjum og hefur ekki skorað í síðustu fjórum.
Igor Tudor var rekinn í dag en Juventus er án sigurs í síðustu átta leikjum og hefur ekki skorað í síðustu fjórum.
Buffon og Spalletti unnu saman hjá ítalska landsliðinu en Spalletti var landsliðsþjálfari frá 2023 þangað til hann var rekinn fyrr á þessu ári eftir slæmt gengi í undankeppni HM 2026.
„Spalletti er rétti maðurinn fyrir metnaðarfullt stórlið. Þú tapar ekki mörgum undir stjórn hans," sagði Buffon.
„Það yrði frábært val. Hann er frábær manneskja og frábær þjálfari. Hann er sá besti sem völ er á hvað varðar reynslu og persónutöfra. Það er synd að sjá hann ekki á bekknum."
Athugasemdir

