Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. nóvember 2020 20:25
Ívan Guðjón Baldursson
Villas-Boas: Skandall að Bielsa sé tilnefndur en ekki Tuchel
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Marcelo Bielsa gerði frábæra hluti með Leeds United á síðustu leiktíð og vann Championship deildina. Hann hefur verið tilnefndur á lista yfir fimm bestu þjálfara síðustu leiktíðar í fótboltaheiminum og er Andre Villas-Boas ósáttur með það.

Bielsa er einn af fimm sem gætu hlotið nafnbótina þjálfari ársins en Villas-Boas, fyrrum þjálfari Chelsea og Tottenham sem er við stjórnvölinn hjá Marseille sem stendur, telur Tomas Tuchel þjálfara PSG eiga frekar heima á listanum.

„Bielsa verður að vinna alvöru titil til að keppast um að vera valinn bestur. Allir vita að Bielsa er magnaður þjálfari sem náði frábærum árangri á síðustu leiktíð en hann getur ekki verið settur á lista yfir fimm bestu þjálfara heims þegar eina keppnin sem hann vann er B-deildin á Englandi," sagði Villas-Boas.

„Þetta er skandall. Tuchel vann fjóra titla og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hvernig er hann ekki á listanum?"

PSG vann fjóra titla í Frakklandi og tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1-0 gegn FC Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner