Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 27. nóvember 2022 14:35
Aksentije Milisic
Ten Hag vill fá Gakpo eða Leao fyrir Ronaldo
Blind og Gakpo fagna marki.
Blind og Gakpo fagna marki.
Mynd: Getty Images

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, horfir til Cody Gakpo og Rafael Leao sem hugsanlega arftaka Cristiano Ronaldo.


Ronaldo rifti samningi sínum við Manchester United og hefur Ten Hag, samkvæmt ESPN, sagt forráðarmönnum félagsins að hann vilji fá inn sóknarmann í janúar glugganum.

Hann horfir mikið til Cody Gakpo sem er leikmaður PSV Eindhoven en Gakpo var mikið orðaður við United í sumar. Hann hefur staðið sig vel á HM og skorað í fyrstu tveimur leikjunum.

Þá hefur Ten Hag einnig áhuga á Rafael Leao en Portúgalinn hefur verið frábær í liði AC Milan og var hann valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra þegar AC Milan vann Serie A.

Hann hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili en hann skoraði í fyrsta leik Portúgals gegn Ghana þegar hann kom inn á sama varamaður.


Athugasemdir
banner
banner