Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   mán 27. nóvember 2023 14:50
Elvar Geir Magnússon
Óánægja með að Pogba mætti að horfa á Formúlu 1
Pogba skemmti sér vel á Múlunni.
Pogba skemmti sér vel á Múlunni.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Juventus eru margir hverjir óánægðir með að Paul Pogba ákvað að mæta og horfa á Formúlu 1 kappaksturinn í Abú Dabí í gær, í stað þess að fara á nágrannaslaginn gegn Inter.

Þessi þrítugi Frakki er í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hann er nú að vinna að málsvörn sinni en talið er að hann gæti fengið allt að fjögurra ára bann.

Pogba var ekki meðal áhorfenda þegar Juventus gerði 1-1 jafntefli gegn Inter í gær því hann ferðaðist til Abú Dabí og var viðstaddur síðasta Formúlu 1 kappakstur tímabilsins. Með í för var hans fyrrum liðsfélagi Patrice Evra.

Á samfélagsmiðlum er Pogba gagnrýndur fyrir að fara í skemmtiferð í stað þess að sýna liðsfélögum sínum stuðning í einum mikilvægasta leik tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner