Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. janúar 2020 15:38
Elvar Geir Magnússon
Klopp stendur fastur á sínu - Ætlar í frí
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, stendur fastur á því að nota varaliðið í bikarleiknum gegn Shrewsbury. Hann sjálfur og liðið ætla að taka sér frí á þeim tíma sem leikurinn fer fram.

Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Shrewsbury og liðin mætast því aftur á Anfild í næsta mánuði.

„Það breytist ekkert ef við bregðumst ekki við. Ég ákvað að það fyrir þremur vikum að við myndum taka okkur stutt frí," segir Klopp.

Liverpool er með sextán stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og er enn með í Meistaradeildinni þar sem liðið mun mæta Atletico Madrid í 16-liða úrslitum 18. febrúar.

Eftir 2-2 jafnteflið gegn Shrewsbury sagði Klopp að enginn af aðalliðsleikmönnum hans myndi taka þátt í seinni leiknum, sem verður 4. eða 5. febrúar.

Neil Critchley mun stýra Liverpool í umræddum leik þar sem Klopp ætlar í frí eins og leikmenn.

„Ég gæti vissulega stýrt liðinu í leiknum en það er betra fyrir þá að hafa sinn þjálfara og það er Critch," segir Klopp.

„Allir aðilar þurfa að standa saman að því að finna lausn svo svona staða komi ekki upp aftur. Vetrarfrí er eitthvað sem þarf að festa sig í sessi á komandi árum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner