Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 10:16
Elvar Geir Magnússon
Morten Beck í dönsku C-deildina (Staðfest)
Morten Beck er 34 ára.
Morten Beck er 34 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Morten Beck Guldsmed er kominn til danska félagsins Skive en hann lék með félaginu 2009 til 2013. Morten Beck yfirgaf FH þegar samningur hans rann út eftir síðasta tímabil.

Hann kom fyrst til Íslands 2016 og lék með KR þar sem hann skoraði sex mörk í 21 deildarleik. Hann kom svo til FH á miðju tímabili 2019 og skoraði þá átta mörk í átta leikjum.

En svo fór að halla undan fæti. Hann gerði aðeins eitt mark í þrettán leikjum 2020 og í fyrra var hann lánaður til ÍA hluta af tímabilinu. Hann skoraði eitt mark í sautján deildarleikjum.

Í viðtali við Fótbolta.net í október var hann spurður að því hvort hann hafi verið ósáttur við spilamennsku sína síðasta sumar?

„Nei, ég er ekki ósáttur en ég er svolítið svekktur hvernig þetta allt spilaðist á þessari leiktíð. Ég mun ekki kenna einhverjum öðrum um heldur segja við sjálfan mig að ég geti gert betur. Ég vil spila og vil sýna að ég hef ennþá eitthvað fram á að færa," sagði Morten Beck sem er 34 ára.

Hann lýsti yfir áhuga á að spila áfram á Íslandi en hefur nú skrifað undir hjá Skive sem er í áttunda sæti af tólf liðum í dönsku C-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner