Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 28. febrúar 2020 19:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hólmbert fór sárkvalinn af velli í æfingaleik gegn Molde
Hólmbert lék með Stjörnunni áður en hann hélt til Noregs.
Hólmbert lék með Stjörnunni áður en hann hélt til Noregs.
Mynd: Raggi Óla
Hólmbert Aron Friðjónsson fór meiddur af velli eftir 22 mínútur í 5-2 tapi Álasunds gegn Molde í æfingaleik í Noregi í dag. Talið er að um alvarleg hnémeiðsli sé að ræða en Hólmbert var sárkvalinn.

Sagt er frá því á Morgunblaðinu að óttast sé að Hólmbert sé með slitið krossband og að hann gæti þess vegna misst af öllu tímabilinu sem framundan er.

Álasund komst upp úr B-deildinni í fyrra og skoraði Hólmbert þá sex mörk í 24 leikjum. Tímabilið þar áður skoraði hann 20 mörk í 30 leikjum.

Keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst í byrjun apríl.

Hólmbert er 26 ára gamall og hefur verið á mála hjá Álasundi frá 2018. Einnig hefur hann leikið fyrir HK, Fram, KR, Stjörnuna, Bröndby og Celtic á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner