fös 28. febrúar 2020 11:00
Aksentije Milisic
Traore: Hefði geta gengið í klíku og selt fíkniefni
Mynd: Getty Images
Adama Traore, leikmaður Wolves, hefur opnað sig um erfiða æsku sína í Barcelona þar sem hann ólst upp hjá foreldrum sínum sem voru innflytjendur.

Þar lenti hann nokkrum sinnum í því að klíkur komu að honum og reyndu að fá hann til þess að selja fíkniefni og taka þátt í annars konar ólöglegri starfsemi.

Í dag er Traore orðaður við stærstu lið heims en hann hefur verið frábær á kantinum hjá Wolves það sem af er þessu tímabili.

„Lífið mitt gat orðið öðruvísi. Á þessum tíma, að vera hluti af klíku var eitthvað sem gat gert þig vinsælan. Mér var oft boðið að ganga í klíku og reynt að láta mig selja fíkniefni," sagði Traore.

„Ég lenti í slagsmálum. Það voru alls staðar klíkur. Ég sá bardaga með hnífum og flöskum, byssu bardaga og alls konar fleira. En ég og bróðir minn vorum með öðruvísi hugafar. Við vildum verða fótboltamenn en ekki hluti af klíku."

Traore segir þá frá því að hann sá marga af vinum sínum sem gátu náð langt í fótboltanum, ganga í klíku því þeir voru með góð sambönd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner