Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. febrúar 2021 10:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta miðvarðapar enska boltans skorar meira en það fær á sig
Besta miðvarðarpar enska boltans í augnablikinu.
Besta miðvarðarpar enska boltans í augnablikinu.
Mynd: Getty Images
John Stones og Ruben Dias hafa myndað ótrúlegt miðvarðapar á þessu tímabili hjá Manchester City. Þeir eru besta miðvarðapar enska boltans í augnablikinu.

Man City hefur núna unnið 20 leiki í röð í öllum keppnum og eiga miðverðirnir tveir stóran þátt í því en þeir hafa búið til mikinn stöðugleika í hjarta varnarinnar.

Dias var keyptur frá Benfica síðasta sumar og hann hefur komið virkilega flottur inn í lið City. Stones hefur gert mjög vel í að koma til baka eftir að hafa misst sæti sitt í liðinu hjá Pep Guardiola.

Þeir tveir hafa verið ótrúlega góðir saman eins og tölfræðin segir til um. Þeir tveir eru búnir að skora fleiri mörk en City hefur fengið á sig í þeim 16 leikjum sem þeir hafa byrjað saman á tímabilinu.

Þeir voru báðir á skotskónum í gær þegar Man City vann 2-1 sigur á West Ham á heimavelli. Þeir eru saman búnir að skora fimm mörk í þeim leikjum sem þeir hafa byrjað saman en aðeins fengið á sig þrjú mörk. Mögnuð tölfræði.



Athugasemdir
banner
banner
banner