Chelsea mætir Leeds í enska bikarnum í kvöld en liðið tapaði í úrslitum deildabikarsins um helgina gegn Liverpool.
Robert Sanchez er í markinu Djodje Petrovic hefur staðið milli stanganna meðan Sanchez var á meiðslalistanum. Cole Palmer, Levi Colwill og Ben Chilwell eru meðal manna sem setjast á bekkinn.
Mykhailo Mudryk, Alfie Gilchrist og Trevoh Chalobah koma inn í liðið í þeirra stað. Þá er Conor Gallagher einnig á bekknum en Noni Madueke kemur inn í hans stað.
Marcus Rashford er í byrjunarliði Manchester United sem mætir Nottingham Forest og þá er Sofyan Amrabat einnig í liðinu ásamt Antony.
Þá er úrvalsdeildarslagur milli Wolves og Brighton
Chelsea gegn Leeds: Sanchez, Gilchrist, Disasi, Chalobah, Gusto, Madueke, Caicedo, Fernandez, Mudryk, Sterling Jackson.
Man Utd: Onana, Lindelof, Dalot, Varane, Amrabat, Casemiro, McTominay, Fernandes, Antony, Garnacho, Rashford.
Forest: Turner, Williams, Murillo, Felipe, Toffolo, Danilo, Yates, Elanga, Gibbs-White, Origi, Awoniyi.
Wolves: Sa, Doherty, Kilman S.Bueno, Toti, Ait-Nouri, Gomes, Lemina, Doyle, Bellegarde, Hwang.
Brighton: Steele, Van Hecke, Dunk, Igor Julio, Gross, Moder, Peupion, Estupinan, Buonanotte, Fati, Adingra.