„Fjölnir er búið að gefa mér helling af möguleikum og ég er mjög sáttur með að byrja fyrsta leikinn," sagði Valgeir Lunddal Friðriksson leikmaður Fjölnis við Fótbolta.net eftir 2-2 jafntefli gegn KA í dag.
Valgeir er fæddur árið 2001 en hann er einungis 16 ára gamall. Hann er yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila leik með Fjölni í efstu deild.
Valgeir er fæddur árið 2001 en hann er einungis 16 ára gamall. Hann er yngsti leikmaðurinn í sögunni til að spila leik með Fjölni í efstu deild.
Lestu um leikinn: Fjölnir 2 - 2 KA
Valgeir hefur spilað talsvert á undirbúningstímabilinu með Fjölni en bjóst hann við að fá sénsinn í byrjunarliðinu í fyrsta leik?
„Ég bjóst ekki við að fá að byrja fyrsta leik en ég bjóst við að fá einhverjar mínútur í sumar," sagði Valgeir. „Á æfingu í gær var stillt upp í lið. Ég var ekki alveg viss um að fá að byrja en maður undirbýr sig alltaf þannig."
„Ég var smá stressaður inni í klefa en Óli Palli (þjálfari Fjölnis) bakkar mig upp."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir