Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mán 28. apríl 2025 19:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Óvæntur útisigur í Garðabæ og ÍBV upp í 3. sætið
Oliver Heiðarsson innsiglaði sigur ÍBV
Oliver Heiðarsson innsiglaði sigur ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 3 ÍBV
0-1 Omar Sowe ('20 )
0-2 Bjarki Björn Gunnarsson ('32 )
1-2 Sindri Þór Ingimarsson ('36 )
1-3 Oliver Heiðarsson ('77 )
2-3 Sindri Þór Ingimarsson ('90 )
Lestu um leikinn

Nýliðarnir úr Eyjum eru á miklu flugi þessa dagana en ÍBV vann þriðja leikinn í röð í deild og bikar þegar liðið lagði Stjörnuna í kvöld. Fyrstu mínúturnar voru rólegar en bæði lið fengu tækifæri eftir um stundafjórðung.

Eyjamenn komust yfir þegar Oliver Heiðarsson átti sendingu inn á teiginn og Omar Sowe var í baráttu við varnarmenn Stjörnunnar sem endaði með því að boltinn lak í netið.

Gestirnir bættu í eftir það og Bjarki Björn Gunnarsson bætti öðru markinu við þegar hann átti glæsilegt skot sláin inn.

Stjarnan minnkaði muninn stuttu síðar þegar Guðmundur Baldvin Nökkvason renndi boltanum á Sindra Þór Ingimarsson úr aukaspyrnu og Sindri skoraði með skoti sem fór í gegnum klofið á Marcel Zapytowski, markverði ÍBV.

Eftir klukkutíma leik fékk Stjarnan gullið tækifæri til að jafna metiin en Marcel varði í tvígang. Oliver bætti síðan við þriðja marki ÍBV þegar tæpur stundafjórðungur og fór langt með að tryggja Eyjamönnum sigurinn.

Sindri Þór Ingimarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark sitt og annað mark Stjörnunnar seint í uppbótatíma en það var of seint fyrir Garðbæinga.

Eyjamenn tylla sér í 3. sætið tímabundið að minnsta kosti eftir þennan sigur en Stjarnan er sem stendur í 5. sæti.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
2.    Víkingur R. 4 2 1 1 7 - 2 +5 7
3.    Vestri 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
4.    ÍBV 4 2 1 1 6 - 5 +1 7
5.    KR 4 1 3 0 12 - 7 +5 6
6.    Fram 4 2 0 2 8 - 6 +2 6
7.    Valur 4 1 3 0 8 - 6 +2 6
8.    Stjarnan 4 2 0 2 7 - 7 0 6
9.    Afturelding 4 1 1 2 1 - 5 -4 4
10.    KA 4 1 1 2 6 - 11 -5 4
11.    ÍA 4 1 0 3 2 - 9 -7 3
12.    FH 4 0 1 3 5 - 8 -3 1
Athugasemdir
banner
banner