Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 07:20
Elvar Geir Magnússon
Deeney tilbúinn að hefja æfingar aftur - Hefur fengið ljót skilaboð
Troy Deeney.
Troy Deeney.
Mynd: Getty Images
Troy Deeney, fyrirliði Watford, er tilbúinn að mæta á æfinga að nýju. Hann hóf ekki æfingar á sama tíma og flestir leikmenn vegna ótta við kórónaveiruna.

Fimm mánaða gamall sonur Deeney, Clay, hefur verið að glíma við öndunarvandamál og Deeney útskýrði að engin áhætta yrði tekin. Watford hefur sýnt honum stuðning.

En Deeney hefur nú rætt við heilbrigðissérfræðing bresku ríkisstjórnarinnar og er tilbúinn að mæta á ný á æfingasvæðið.

„Ég sagði að ég myndi ekki mæta á æfingar til að byrja með, margir tóku því þannig að ég ætlaði aldrei að mæta aftur! Fjölskyldan er það mikilvægasta," segir Deeney í viðtali við CNN.

„Enska úrvalsdeildin hefur verið að vinna gott starf og samskiptin á milli hafa verið góð."

Deeney segist hafa fengið ljót skilaboð eftir að hann steig fram og sagðist ekki ætla að mæta til æfinga vegna kórónaveirufaraldursins.

„Það er ekki bara ég sem fæ þessi skilaboð. Konan mín var úti að ganga og það var kallað á hana að ég ætti að drulla mér aftur í vinnuna. Ég sá skilaboð varðandi son minn, þar sem fólk segist vonast til þess að hann fái veiruna. Þetta hefur áhrif á mig og ég set þetta í sama flokk og rasisma," segir Deeney.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner