Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 28. maí 2022 08:20
Fótbolti.net
Bikarvika, úrslitin í París og lið tímabilsins á X977 í dag
Stade de France leikvangurinn í París.
Stade de France leikvangurinn í París.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður í beinni útsendingu frá Suðurlandsbraut í dag þar sem Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir allt það helsta í boltanum.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X977 milli 12 og 14 á laugardögum.

Í fyrri hluta þáttarins er farið yfir íslenska boltann, 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins, komandi umferð í Bestu deildinni og landsliðshópinn sem er að fara í þrjá leiki núna í júní.

Í seinni hlutanum mætir Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur um enska boltann. Opinberað verður lið tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni og hitað upp fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Liverpool mætir Real Madrid á Stade de France, hringt verður til Parísar en Hafliði Breiðfjörð verður á leiknum fyrir hönd Fótbolta.net.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner