Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 28. maí 2023 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Dyche hreinskilinn - „Þetta eru mikil vonbrigði“
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Everton, var ekkert að springa úr gleði þrátt fyrir að liðið hafi bjargað sér frá falli.

Everton bjargaði sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni annað árið í röð.

Liðið hefur gengið í gegnum erfiða tíma síðustu ár en þó það sé vissulega jákvætt að liðið hafi bjargað sér frá falli þá er Dyche hreinskilinn.

Hann segir að það þurfi að laga ýmislegt til að koma liðinu á þann stað sem það vill vera á.

„Þetta er ljótt ástand, auðvitað geggjað þegar maður vinnur og allir dásama þetta, en ástandið er slæmt og það er ekkert hægt að njóta þess. Ég var ánægður með hvernig liðið lagði sig fram en það er verk að vinna.“

„Við þjöppuðum leikmannahópnum saman og ég er enn að læra um félagið. Stuðningsmönnum er ekki sama og þeir vita félagið er ekki þar sem það vill vera, en þetta er lið sem er að taka miklum umskiptum og við þurfum að byggja ofan á það sem við höfum afrekað á tímabilinu.“

„Ég sagði að þetta væri stórkostlegt á svo margan hátt og að njóta augnabliksins en ekki gleyma heildarmyndinni á þessu tímabili. Þetta eru vonbrigði. Við þurfum að fara fram á meira, fá fleiri leikmenn og allt það. Það er ansi margt hérna sem þarf að vinna í.“

„Abdoulaye Doucoure hefur verið stórkostlegur og mikil ógn fyrir okkur. Við höfum verið að klikka þarna fremst en hann hefur verið að koma sér í réttu svæðin og kom þarna með svakalegt mark.“

„Það þarf samræmi. Ég held að félagið sé ekki reiðubúið að hugsa um einhverja stóra hluti núna. Við þurfum að fá réttu mennina og allt það. Þessir hlutir eru ekki til að ræða á þessu augnabliki en þetta er allt í hausnum á mér,“
sagði Dyche.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner