Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bellingham valinn bestur í La Liga
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham hefur verið valinn sem besti leikmaður ársins í La Liga, efstu deild spænska boltans.

Bellingham er aðeins 20 ára gamall en hann átti ótrúlega innkomu inn í spænska boltann þar sem hann raðaði inn mörkum og stoðsendingum er Real Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn enn eina ferðina.

Í heildina skoraði Bellingham 19 mörk og gaf 6 stoðsendingar í 28 deildarleikjum og hafði betur gegn liðsfélaga sínum Vinicius Junior í kappinu um að vera besti leikmaður ársins.

Brasilíumaðurinn knái Vinicius skoraði 15 mörk og gaf 5 stoðsendingar í 26 deildarleikjum.

Það verður gríðarlega spennandi að fylgjast með Bellingham og enska landsliðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner