Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham hefur verið valinn sem besti leikmaður ársins í La Liga, efstu deild spænska boltans.
Bellingham er aðeins 20 ára gamall en hann átti ótrúlega innkomu inn í spænska boltann þar sem hann raðaði inn mörkum og stoðsendingum er Real Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn enn eina ferðina.
Í heildina skoraði Bellingham 19 mörk og gaf 6 stoðsendingar í 28 deildarleikjum og hafði betur gegn liðsfélaga sínum Vinicius Junior í kappinu um að vera besti leikmaður ársins.
Brasilíumaðurinn knái Vinicius skoraði 15 mörk og gaf 5 stoðsendingar í 26 deildarleikjum.
Það verður gríðarlega spennandi að fylgjast með Bellingham og enska landsliðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar.
?? Press play and enjoy the #LALIGAEASPORTS ???????????????????????? ???????? ???????????? ???????????????????????? highlights!! ????
— LALIGA English (@LaLigaEN) May 28, 2024
? @BellinghamJude ?@EASPORTSFC | @Globe_Soccer#LALIGAPLAYEROFTHESEASON#PREMIOSLALIGA#LALIGAAWARDS pic.twitter.com/JPP6rxOpeX
Athugasemdir