Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tottenham í viðræðum við Leipzig
Mynd: Getty Images
Tottenham er í viðræðum við RB Leipzig um að framlengja lánið á Timo Werner. Það er Sky Sports sem greinir frá.

Werner fór til Tottenham á láni frá Leipzig í janúar og lék með enska liðinu út nýliðið tímabil. Í þeim lánssamningi var kaupmöguleiki, ef Tottenham hefði boðið 15 milljónir punda fyrir Werner hefði Leipzig orðið að samþykkja.

Það virðist þó ekki ætla verða að því að enska félagið kaupi leikmanninn. Tottenham er að reyna halda Werner á láni út komandi tímabil.

Þýski framherjinn kom við sögu í þrettán leikjum með Spurs og skoraði tvö mörk.

Hann er 28 ára gamall og kom til Leipzig frá Chelsea. Hann á að baki 57 landsleiki og í þeim hefur hann skorað 24 mörk en var ekki valinn í þýska hópinn fyrir EM.
Athugasemdir
banner