Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
   mið 28. maí 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Spurs býðst Sane
Powerade
Sænski sóknarmaðurinn Viktor Gyökeres.
Sænski sóknarmaðurinn Viktor Gyökeres.
Mynd: EPA
Sane til Tottenham.
Sane til Tottenham.
Mynd: EPA
Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar fer fram í Póllandi í kvöld en Chelsea mætir þar Real Betis. Hér er mættur slúðurpakki dagsins í boði Powerade en BBC tók saman.

Arsenal hefur rætt við umboðsmann Viktor Gyökeres, framherja Sporting Lissabon, og lagt fram 59 milljóna punda tilboð í sænska landsliðsmanninn. (Correio da Manha)

Manchester United hefur ákveðið hvernig það byggir upp tilboð í Liam Delap (22), leikmann Ipswich Town, og bíður eftir að enski framherjinn ákveði næstu skref sín. (ESPN)

Tottenham hefur verið boðinn möguleiki á að semja við Leroy Sane (29), vængmann Bayern München og Þýskalands, sem verður samningslaus í lok næsta mánaðar. (Sky Sports)

Arne Slot, stjóri Liverpool, vill halda í Cody Gakpo (26) en Bayern München hefur sýnt honum áhuga. (Mirror)

Everton hefur blandað sér í baráttu við Leeds United og vill fá framherjann Callum Wilson (33) frá Newcastle. Samningur hans rennur út í næsta mánuði. (Sun)

Aston Villa virðist ætla að semja við hollenska framherjann Zepiqueno Redmond (18) hjá Feyenoord en hann verður fáanlegur á frjálsri sölu í sumar. (Sky Sports)

Sádi-arabíska félagið Al Hilal hefur gert eina lokatilraun til að fá Bruno Fernandes (30), fyrirliða Manchester United, og sagt portúgalska miðjumanninum að hann hafi þrjá sólarhringa til að taka ákvörðun. (Mail)

Manchester City vill fá franska miðjumanninn Rayan Cherki (21) frá Lyon en hann hefur verið orðaður við Liverpool og Chelsea. (Telegraph)

Manchester United er líklegast til að semja við varnarmanninn Harley Emsden-James (16) en Chelsea, Tottenham og Arsenal hafa einnig áhuga á að fá hann. (Mail)

Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo (40) mun yfirgefa Al-Nassr og semja við nýtt félag til að spila á HM félagsliða, sem hefst 15. júní í Bandaríkjunum. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner