Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   þri 27. maí 2025 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Hólmbert yfirgefur Münster (Staðfest)
Mynd: SCP
Framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson er farinn frá þýska B-deildarfélaginu Preussen Münster en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í dag.

Hólmbert gekk í raðir Münster á síðasta ári eftir að hafa áður spilað með Holsten Kiel.

HK-ingurinn spilaði 23 leiki og skorað 3 mörk á tímabilinu, en náði aldrei að festa sæti sitt sem byrjunarliðsmaður.

Münster, sem bjargaði sér frá falli í lokaumferð deildarinnar, tilkynnti í dag að Hólmbert og sex aðrir leikmenn væru farnir frá félaginu og er von á frekari fréttum á næstu dögum varðandi framtíð annarra.

Hólmbert, sem er 32 ára gamall, spilaði með HK, Fram, KR og Stjörnunni á Íslandi, en erlendis hefur hann spilað með Álasundi, Brescia, Bröndby, Celtic, Holsten og Lilleström.

Hann á 6 A-landsleiki að baki með Íslandi og skorað 2 mörk.
Athugasemdir
banner
banner