Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 29. maí 2025 10:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrándheimi
Glódís þakklát Steina - „Eitthvað sem ég vil ekki gera aftur"
Icelandair
EM KVK 2025
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís í leik með Bayern.
Glódís í leik með Bayern.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Er núna mætt aftur til móts við landsliðið.
Er núna mætt aftur til móts við landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spennt fyrir næstu tveimur leikjum.
Spennt fyrir næstu tveimur leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að vera komin aftur inn í hópinn og hitta stelpurnar. Ég saknaði þeirra mikið," sagði Glódís Perla Viggósdóttir þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í morgunsárið.

Stelpurnar okkar eru komnar til Þrándheims þar sem þær spila við Noreg í Þjóðadeildinni á morgun.

Hún missti af síðasta verkefni vegna meiðsla og vöknuðu áhyggjurraddir um það hvort að hún gæti verið með á Evrópumótinu í sumar. En hún er með núna sem eru frábær tíðindi.

Hún segir að það hafi verið erfitt og skrítið að horfa á síðasta verkefni utan frá.

„Þetta var eitthvað sem var alveg nýtt fyrir mér og eitthvað sem ég vil ekki gera aftur," sagði Glódís en henni fannst frammistaðan hjá liðinu að mörgu leyti góð í síðasta verkefni.

Það þurfti að gerast
Glódís var með stórt beinmar á hnénu en þetta var í fyrsta sinn á ferlinum þar sem hún var að glíma við flókin meiðsli.

„Mér líður bara mjög vel núna. Við vissum að við þyrftum að gefa þessu sirka þrjár vikur þannig að ég myndi ekki finna svona mikið fyrir þessu. Það er það sem við gerðum og það hefur heppnast vel, jafnvel farið fram úr væntingum," sagði Glódís.

Varstu sjálf orðin skelkuð um að þú myndir mögulega missa af EM?

,Nei. Við tókum ákvörðun í byrjun að reyna að spila í gegnum þetta. Það gekk upp og niður. Þá var ég meira orðin hrædd ef við myndum halda þannig áfram hvenær ég myndi fá hvíldina sem ég þyrfti til að leyfa þessu að lagast. Andlega veit ég ekki hversu lengi ég hefði getað haldið áfram að gera það sem við vorum að gera. Ég æfði ekkert og gat ekkert gert í ræktinni því það var allt vont," segir Glódís.

„Ég var að vonast til þess að þetta væri búið að lagast nægilega mikið til að ég gæti verið með á æfingu eða ég væri með það lítinn verk til að ég gæti spilað. Þetta tók smá á andlega og ég var að hugsa um það hvenær ég fengi að leyfa þessu að lagast. Auðvitað var ömurlegt að missa af landsleikjaverkefni og mikilvægum leikjum með Bayern, en það þurfti að gerast."

Það er mjög sjaldgæft að Glódís missi af landsliðsverkefni.

„Þetta er eitthvað sem ég barðist við mjög lengi. Ég og Steini tökum ákvörðun á sunnudagskvöldi að ég er ekki að koma. Ég er honum þakklát því hann vissi að ef ég fengi að ráða, þá myndi ég koma og reyna. En við vissum bæði að það myndi ekki gera mér gott. Hann tekur ákvörðun um að ég eigi ekki að koma og það byrjar þessa hugsun hjá mér að ég þurfi bara að leyfa þessu að lagast. Ég er honum mjög þakklát fyrir það."

Fínasti lærdómur
Glódís er afar mikilvægur leikmaður fyrir íslenska landsliðið og Bayern München, en stundum er bara best að stíga aðeins til baka. Hún gerði það og jafnaði sig af meiðslunum. Hún er klár í að spila á morgun gegn Noregi.

„Ég er klár í slaginn," segir Glódís en er hún byrjuð að hugsa eitthvað út í EM sem fer fram í sumar?

„Það sem ég lærði í þessum meiðslum er að taka dag fyrir dag sem var fínasti lærdómur fyrir mig, að vera ekki að stressa mig alltof mikið fram í tímann. Akkúrat núna er ég ótrúlega glöð að vera hér og er að njóta þess að vera í landsliðinu aftur."

Hvernig líst þér á þessa tvo leiki sem eru framundan?

„Ég er mjög spennt fyrir leiknum á morgun og get ekki beðið eftir því að koma aftur á Laugardalsvöll. Það verður ótrúlega gaman að vígja völlinn. Ég vona að Íslendingar fjölmenni og við gerum þetta að risa viðburði. Þetta er ekki bara opnunarleikur Laugardalsvallar, heldur líka kveðjuleikur fyrir okkur fyrir EM," sagði Glódís að lokum en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner